Stækkun RR hótels við Veghúsastíg

 

Íslenskar fasteignir sjá um þróun fasteignaverkefnis fyrir lúxus íbúðahótelkeðjuna Reykjavík Residence. Um er að ræða endurbætur og nýbyggingu við Veghúsastíg 9A í miðbæ Reykjavíkur. 

Áætlað er að framkvæmdir standi yfir í tæpt ár og hafist var handa í júlí 2015. Áætluð verklok eru því í júlímánuði 2016. 

Byggðar verða 9 nýjar hótelíbúðir og veitingastaður á alls um 500 fermetrum. 

 

Götukort, Veghúsastígur 9A.