Fagleg vinnubrögð byggð á reynslu & þekkingu

 

Íslenskar fasteignir ehf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefnastjórnun og umsjón við þróun fasteigna. ÍF tekur að sér samkvæmt samningi við fasteignaeiganda að annast alla þætti framkvæmda og undirbúning að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboð verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur ÍF að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum fasteignaeiganda hverju sinni.

ÍF starfar í umboði eiganda fasteignar gegn fastri þóknun auk árangurstendri þóknun sem ákveðin er hverju sinni svo að saman fari hagsmunir ÍF og fasteignaeiganda um að hámarka arðsemi fasteignaeiganda að fjárfestingum sínum.

Árangur við fasteignaþróun byggir á skipulögðum vinnubrögðum, samvinnu og útsjónasemi.

ÍF annast fjölmarga verkþætti á mismunandi stigum fasteignaverkefna:

  • Greining viðskiptatækifæra
  • Hagkvæmnis- og arðsemisgreining
  • Gerð viðskiptaáætlana
  • Samningagerð
  • Fjármögnun
  • Verkefnastjórnun og samskipti við arkitekta/opinber yfirvöld/byggingaraðila
  • Byggingastjórn
  • Áætlanagerð (kostnaður og tími)
  • Skýrslur um framvindu og sjóðstreymi á verktíma
  • Rekstur eigna þar sem við á
  • Markaðssetning/sala eigna
 
test.jpg

Hjá Íslenskum fasteignum starfar áreiðanlegur hópur einstaklinga með víðtæka og fjölbreytta reynslu af
þróun, fjármögnun og stjórnun fasteignaverkefna.

 

Svenni_edited.JPG

Sveinn Björnsson

Eigandi og framkvæmdarstjóri

Sveinn lærði byggingarverkfræði (MSCE) í University of Seattle (1995-1996). Á árunum 1995-2004 starfaði Sveinn sem byggingarverkfræðingur, í 6 ár hjá MKA Inc í Seattle og í 4 ár hjá Mannvit á Íslandi. Á þessum tíma tók Sveinn m.a. stóran þátt í hönnun margra flókinna og stórra íbúða-, skrifstofu- og hótelbygginga ásamt hönnun á íþróttaleikvöngum. Á árunum 2004-2005 starfaði Sveinn sem viðskiptastjóri á fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands, með áherslu á fjármögnun fasteignaverkefna. Sveinn var framkvæmdastjóri Novator Properties (2006-2011) sem fjárfesti í og leiddi ýmis stór fasteignaverkefni í Evrópu. Í 3 ár (2012-2015) starfaði Sveinn sem forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka með ábyrgð á fasteignaverkefnum og verkefnum á sviði orkufreks iðnaðar.

Gunni_edited.JPG

Gunnar Thoroddsen

Eigandi og stjórnarformaður

Gunnar er héraðsdómslögmaður með meistaragráðu (LLM) frá Duke University og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Gunnar hefur starfað sem árabil sem lögmaður og ráðgjafi fjölmargra fyrirtækja og fjárfesta á Íslandi sem og erlendis. Á árunum 2004-2008 gegndi Gunnar stöðu bankastjóra Landsbankans í Lúxemborg og áður sem framkvæmdastjóri hjá Hömlum, umsýslu- og fullnustufélagi Landsbanka Íslands. Gunnar hefur umfangsmikla reynslu af margs konar fjárfestingaverkefnum, fjármögnun þeirra og stýringu m.a. á sviði hugbúnaðarþróunar, fasteigna, jarðvarmavirkjunar, fjárfestingarsjóða og ferðaþjónustu.

Þórir_edited.JPG

Þórir Kjartansson

Eigandi og stjórnarmaður

Þórir er byggingaverkfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands og MBA frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Þórir hefur starfað í ferðageiranum, heilbrigðisgeiranum og fasteignageiranum í 25 ár. Hann sat í átta ár í stjórn Landspítala háskólasjúkrahúss og hefur setið í opinberum nefndum á heilbrigðissviði, svo sem nefnd um byggingu á nýju húsnæði fyrir Landspítala háskólasjúkrahúss. Þórir hefur starfað sem framkvæmdastjóri Íslenskrar fjárfestingar frá 1999. Þórir er einnig stjórnarformaður Reykjavík Residence Hótel, Öldungs hf. og Fasteignafélags Íslenskrar fjárefestingar ehf og situr auk þess í stjórn fjölda annarra fyrirtækja í samstæðu Íslenskrar fjárfestingar. Áður en Þórir kom að stofnun Íslenskrar fjárfestingar ehf. starfaði hann hjá Icelandair, Icelandspring og Philips. Þórir er fæddur 1969.

Arnar_edited.JPG

Arnar Þórisson

Eigandi og stjórnarmaður

Arnar lærði viðskiptafræði við Háskóla Íslands og er með MBA gráðu frá viðskiptaháskólanum IESE í Barcelona. Arnar hefur starfað um langan í ferðageiranum, bæði á Íslandi og erlendis. Arnar var stjórnarformaður Íslenskra fasteigna í 12 ár. Hann hefur jafnframt verið stjórnarformaður Kilroy International frá 2007 og stjórnarformaður Íslenskra fjárfestinga frá 1999. Áður starfaði Arnar m.a. sem framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá KILROY, aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri flugfélagsins Atlanta og stjórnarformaður CAOZ.

Linda_edited.JPG

Linda Metúsalemsdóttir

Stjórnarmaður

Linda hefur verið fjármálastjóri Íslenskrar fjárfestingar síðan árið 2014. Linda hefur yfir 20 ára starfsreynslu á fjármálamarkaði, einkum á sviði fjármálastjórnunar, bókhalds og reikningshalds. Linda hefur einnig mikla reynslu af margskonar fjármögnunar verkefnum eins og kaupleigu og sjóðavörslu. Hún starfaði lengi hjá Fjárfestingafélagi Íslands við sjóðavörslu og við Frjálsa lífeyrissjóðinn. Linda starfaði hjá SP-Fjármögnun frá stofnun félagsins sem aðalbókari og vann mikið að uppbyggingu félagsins. Linda var einnig fjármálastjóri Thule Investments á árunum 2006-2014.

Björn_edited-vol2.JPG

Björn Gunnlaugsson

Viðskiptaþróun og markaðsgreining

Björn er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands, með M.Sc.gráðu í fasteignaþróun frá NMBU í Noregi. Björn hefur víðtæka reynslu af markaðs- og sölustjórnun og hefur starfað m.a. hjá Coca-Cola, Heklu, VÍS og Kringlunni. Björn hefur einnig komið að stórum fasteignaþróunarverkefnum, t.a.m. þróun Lundar í Kópavogi. Hjá ÍF sérhæfir Björn sig í viðskiptaþróun og markaðsgreiningu í fasteignaverkefnum, auk sölu- og markaðssetningu þeirra.

Hallgrímur_edited.JPG

Hallgrímur Magnússon

Verkefnastjóri

Hallgrímur er með B.Sc. gráðu í byggingartæknifræði frá Tækniskóla Íslands. Hallgrímur hefur yfir 25 ára reynslu í nánast öllum þáttum fasteignaþróunar allt frá byggingarstjórnun, eftirliti, stýringu á verkstað, hönnun og fjármögnun. Hallgrímur hefur unnið að ýmsum fasteignaverkefnum í gegnum tíðina, þ.m.t. vegagerð, bygging fjölbýlishúsa, gufuaflsvirkjunar, spítala o.fl.

Hjörtur_edited.JPG

Hjörtur G. Björnsson

Verkefnastjóri

Hjörtur er með meistarapróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði. Hjörtur hefur yfir 40 ára reynslu í nánast öllum þáttum húsbygginga allt frá byggingarstjórnun, eftirliti, stýringu á verkstað og hönnun. Hjörtur hefur unnið að ýmsum fasteignaverkefnum í gegnum tíðina, þ.m.t. skrifstofubygginga, byggingu fjölbýlishúsa, skóla, íþróttahúsa og gufuaflsvirkjana o.fl.

Sverrir Helgi Gunnarsson

Verkefnastjóri

Sverrir er byggingarfræðingur frá University College, Vitus Bering í Danmörku. Sverrir með 30 ára reynslu í verk- og framkvæmdastjórn, gerð kostnaðaráætlana og eftirliti innan byggingageirans. Sverrir hefur unnið að ýmsum fasteignaverkefnum í gegnum árin, þ.m.t. byggingu skrifstofubygginga, hótela, verslunarhúsnæða, fjölbýlishúsa, skóla og iðnaðarhúsnæða. Enn fremur hefur Sverrir víðtæka reynslu við endurbætur á húsum og smíði innréttinga.

Ellert Schram

Verkefnastjóri

Ellert er lærður húsasmiður og byggingarfræðingur frá Danmörku og er með langa reynslu í byggingariðnaði. Ellert hefur starfað fyrir stóra verktaka bæði á Íslandi og erlendis en þar á meðal má nefna MT Højgaard, Skanska, Bygg og Eykt. Sérhæfing Ellerts síðari ára er m.a. verkefnastjórnun, umsjón með tilboðsgerðum, hönnunarstýring og eftirlit með framkvæmdum. Helstu verkefni Ellerts eru bygging fjölbýlishúsa og hótelbygginga.

Geir Kristinsson

Geir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá Lynn University í Bandaríkjunum ásamt því að vera með próf í verðbréfaviðskiptum. Áður starfaði Geir m.a. í tekjustýringu hjá Icelandair, deildarstjóri hjá Öryggismiðstöðinni og fjármála- og hagfræðiráðgjafi hjá Capacent. Geir hefur töluverða reynslu af fjármálagreiningum, bókhaldi og reikningshaldi fyrirtækja ásamt því að vera sérfræðingur í greiningu og vinnslu gagna í Power BI.

test4.jpg